
Gönguskíðanámskeið á Ströndum 2025
Dagsetningar :
31.Janúar -2.Febrúar.
7.-9. Febrúar (sérferð - frátekið)
21.-23. Febrúar ( Skvísuferð )
24.-26.Febrúar (ath.mánudagur-miðvikudags)
28.Febrúar-2.Mars. ( Skvísuferð ) uppselt (hægt að fara á biðlista)
14.-16. mars.
Skíðaganga er ein besta og skemmtilegasta hreyfing og útivist sem hægt er að finna á veturna. Nú ætlum við hjá Millu og Krillu ferðum að bjóða ykkur með okkur norður á Strandir á 3ja daga gönguskíðanámskeið á gönguskíðasvæði strandamanna í Selárdal í Steingrímsfirði. Svæðið þykir henta einstaklega vel fyrir byrjendur enda flatur og skjólsæll dalur.
Gist verður á hótel Laugarhól í Bjarnarfirði í herbergjum með sérbaði. Hótelið býður upp á flottan íþróttasal fyrir bjór-/freyðivíns jóga, kósý setustofu og síðast en ekki síst heita sundlaug þar sem frábært er að slaka á eftir gönguskíðadaginn.
Sjá heimasíðu hótelsins hér https://www.laugarholl.is/
Verð: 98.000 - kr. á mann í tveggja og þriggja manna herberjum.
Innifalið:
-
Gönguskíðanámskeið
-
Gisting á Hótel Laugarhól í 2 nætur
-
Fullt fæði frá kvöldverði á föstudag að hádegisverði á sunnudag
-
Aðgangur í sundlaugina
-
Jóga og teygjur í sal föstudag og laugardag
-
Síðdegis-snarl
Ekki innifalið:
-
Drykkir (Koma með eigin drykki)
-
Hádegisverður á föstudag
-
Boðið er upp á að koma á fimmtudag fyrir aðeins 12.000 á mann gisting og morgunmatur
Dagskrá:
Dagur 1: Föstudagur
Við ætlum að hittast við sjoppuna í Hólmavík klukkan 11:30 þaðan sem við ökum saman inn í Selárdal þar sem námskeiðið hefst. Skipt verður í hópa eftir getu svo bæði byrjendur og lengra komnir fái æfingar við sitt hæfi. Þegar æfingu líkur höldum við saman heim á hótel þar sem Krilla fer með okkur í sitt einstaka og bráðnauðsynlega jóga í flotta íþróttasalnum.
Síðan slökum við á í heitri útisundlauginni og undirbúum okkur fyrir happy hour og gómsætan kvöldverð.
Dagur 2: Laugardagur
Við eyðum öllum deginum á gönguskíðasvæðinu við alls kyns æfingar, leiki og þrautir. Boðið verður upp á hádegisverð á svæðinu og kaffi. Þennan flotta skíðadag endum við svo með bjór/
freyðivínsjóga, sundlaugarpartý og veislu.
Dagur 3: Sunnudagur
Eftir morgunverð ætlum við að kanna umhverfi hótelsins og Bjarnarfjörð á gönguskíðunum. Við
ljúkum svo þessari frábæru helgi með síðbúnum hádegisverði á hótelinu áður en haldið er heim
á leið.








