
Austfjarðaveislan
Fjallaskíðaferð
30.4. - 4.5. 2025
Þessi ferð er sannkölluð veisla fjallaskíðaunnenda þar sem við fáum að upplifa flottustu skíðaleiðir sem Austurland hefur uppá að bjóða. Gist verður á hótel 1001 Nótt í 4 nætur með fullu fæði. Hótelið stendur við bakka Lagarfljóts og býður upp á heitan pott og dásamlegt útsýni yfir Löginn og inn að Snæfelli.
Við höfum fengið til liðs við okkur frábæru staðarleiðsögumennina Skúla Júlíusson og Óskar Ingólfsson sem þekkja fjöllin á Austurlandi betur en flestir.
Hópurinn hittist á miðvikudagskvöldi á Hótel 1001 Nótt, 5 km frá Eglisstöðum.
Fimmtudagur, föstudagur og laugardagur eru heilir skíðadagar og sunnudag verður skíðað fram að hádegi.
Eftir morguverð og nestisgerð munum við sameinast í bíla (akstur er ekki innifalinn) og keyra að upphafsstað skíðaleiðar sem verður valinn eftir aðstæðum hverju sinni.
Akstursvegalengd á hverjum degi ætti ekki að vera meira en rúmur klukkutími hvora leið.
Á Austurlandi eru möguleikarnir nær endalausir og því aðeins nokkrir tindar listaðir hér fyrir neðan.
-
Hallberutindur á milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar.
-
Goðaborg í Norðfirði. Mjög skemmtilegt skíðafjall. Það hæsta í Norðfjarðarsveit, 1.132m
-
Hólmatindur við Eskifjörð. Bæjarfjall Eskifjarðar og eitt tignarlegata fjall Austfjarða. 985 m.
-
Hoffell við Fáskrúðsfjörð. (1092 m). Bæjarfjall Fáskrúðsfjarðar og niður af því er næstum 1000 m há skíðabrekka.
-
Dyrfjallstindur á Borgarfirði.
-
Ferðinni lýkur á sunnudag með hálfs dags fjallaskíðaferð á Brúðardalsfjall frá Þórudal eða á Sandfell í Skriðdal.
Brottför/Mæting
-
Miðvikudagskvöld á Hótel 1001 nótt, við Egilsstaði.
Verð:
-
175.000kr
Innifalið
-
Gisting 4 nætur í tvíbýli með morgunverði
-
3 x kvöldverðir
-
3 x nestibox
-
Fararstjórn
Ekki Innifalið
-
Ferðir til og frá Egilsstöðum
-
Kvöldmatur á miðvikudegi
-
Nesti á sunnudegi
-
Akstur
-
Drykkir








